Sport

Kári Steinn náði í brons á Norðurlandamóti

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kári Steinn Karlsson.
Kári Steinn Karlsson. Mynd/Anton
Kári Steinn Karlsson varð þriðji í 10 km hlaupi á Norðurlandameistarmótinu sem fór fram í Kaupmannahöfn í gær.

Hann kom í mark á 29:50,56 mínútum en Kári Steinn varð reyndar fyrir því óláni að detta snemma í hlaupinu. Þá var hann nýbúinn að taka forystu og ætlaði sér að hlaupa keppinauta sína af sér.

Við fallið datt hann niður í sjöunda sætið en náði með góðum endaspretti að vinna sig upp í það þriðja.

Fram kemur í frétt á heimasíðu Frjálsíþróttasambands Íslands að þetta sé besti tími Kára Steins í greininni í tvö ár. Hann undirbýr sig nú að kappi fyrir maraþonhlaup á Ólympíuleikunum í Lundúnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×