Viðskipti innlent

Eggert Páll orðinn meðeigandi hjá Ergo

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Eggert Páll Ólason er meðeigandi hjá Ergo lögmönnum.
Eggert Páll Ólason er meðeigandi hjá Ergo lögmönnum.
Eggert Páll Ólason héraðsdómslögmaður er orðinn einn af meðeigendum Ergo lögmanna í Turninum í Kópavogi. Eggert varð yfirlögfræðingur hjá Landsbankanum stuttu eftir að Fjármálaeftirlitið skipaði skilanefnd yfir bankann og hefur starfað hjá skilanefnd og slitastjórn bankans síðan þá. Hann starfaði áður hjá Landsbankanum og hjá Kaupþingi. Eggert lauk prófi frá Lagadeild Háskóla Íslands árið 2003.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×