Innlent

Rúmlega 100 ára gamall flugmaður - "Maður verður að lifa lífinu"

„Maður verður að halda sér vakandi og lifa lífinu," segir Gissur Ólafur Erlingsson sem er hvorki meira né minna en 103 ára gamall. Hann lætur aldurinn ekki aftra sér og brá sér í flugferð með frænda sínum í vikunni.

Gissur er fæddur árið 1909, aðeins sex árum eftir fyrsta flug Wright-bræða. Hann ólst upp nálægt Vatnsmýrinni og hann man vel eftir því þegar hann sá þar flugvél í fyrsta sinn í kringum árið 1920. Þá þótti honum heldur ótrúlegt að slíkt tæki gæti hafið sig á loft.

Það var Sverrir Þórólfsson, frændi Gissurar, sem flaug með hann nú í vikunni. Þeir frændur flugu fyrst saman fyrir heilum 48 árum. Fyrir nokkrum árum flugu þeir langa ferð um Suðurland en þá fékk Gissur, kominn fast að tíræðu, að taka í stýrið og gerði það með glans.

Það gerði hann einnig í þessari ferð og virðist — þrátt fyrir aldurinn — engu hafa gleymt eins og sjá má í umfjöllun Íslands í dag, hér fyrir ofan.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×