Innlent

Ætla að stórefla almenningssamgöngur

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Skrifað var undir samninginn í dag.
Skrifað var undir samninginn í dag. mynd/ pjetur.

Fulltrúar Vegagerðarinnar og Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu skrifuðu í dag undir samkomulag um 10 ára tilraunaverkefni um eflingu almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu. tilgangur verkefnisins er að tvöfalda hlutdeild almenningssamgagna á höfuðborgarsvæðinu, lækka samgöngukostnað heimila og samfélagsins og stuðla að samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda.

Ríkisstjórnin heimilaði innanríkisráðherra og fjármálaráðherra að ganga frá samningnum á fundi sínum þann 17. apríl og borgarstjórn Reykjavíkur og bæjarráð allra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu sem eru aðilar að Strætó bs. hafa samþykkt að veita stjórn SSH heimild til undirritunar. Sveitarfélögin eru Reykjavík, Seltjarnarneskaupstaður, Kópavogsbær, Garðabær, Hafnarfjörður, Sveitarfélagið Álftanes og Mosfellsbær.Fleiri fréttir

Sjá meira