Innlent

Frikki aftur á meðal þeirra bestu í Kaupmannahöfn

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Friðrik Weisshappel er með einn besta "brönsinn“ í Kaupmannahöfn.
Friðrik Weisshappel er með einn besta "brönsinn“ í Kaupmannahöfn.
Íslenski veitingastaðurinn Laundromat Cafe á Gl. Kongevej í Kaupmannahöfn hefur verið tilnefndur til verðlaunanna „Best Brunch in Town" sem vefsíðan Alt om Kobenhavn heldur úti. Vefsíðan er í eigu dagblaðsins Berlinske Tidende.

„Þetta er töluvert mál því ef þú vinnur þetta þá ertu í góðum málum og við unnum þetta árið 2007," segir Friðrik Weishappel, eigandi Laundromat. Hann segir að þetta skipti sérstaklega miklu máli í ljósi þess að hann rekur þrjá staði undir þessu nafni í Kaupmannahöfn. Hann segir að viðskiptin hafi aukist eftir að staðurinn vann verðlaunin árið 2007.

„Já já, það var meira að gera. Ég fann það alveg, en mér finnst líka bara gaman að vinna," segir Friðrik. Fimm staðir eru tilnefndir í sama flokki og Laundromat en síðan er tilnefnt í fimm flokkum.

Friðrik er búinn að vera í átta ár í Danmörku, en hann keypti fyrsta staðinn 28 dögum eftir að hann lenti. „Ég ætlaði bara að fara í jóga og læra dönsku og svona en það gekk náttúrlega ekki," segir Friðrik. Framkvæmdagleðin hafi verið svo sterk. Friðrik segist samt ekki hafa mikla þörf fyrir að opna einn stað til viðbótar, en auk staðanna þriggja í Kaupmannahöfn rekur hann einn í Reykjavík.

„Ég opna alveg annan ef ég finn gott húsnæði og er að fíla mig í því en ég er ekki rekinn áfram af stækkunarþörf. Ég er mjög sáttur við það sem ég á og hef. En ef ég hef tíma og efni og aðstæður og hef fólk til að stjórna staðnum þá myndi ég alveg vilja opna fleiri," segir Friðrik.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×