Innlent

Björn Valur: Dómurinn sýnir að ástæða var til að fara í málarekstur

Boði Logason skrifar
Björn Valur Gíslason er þingflokksformaður Vinstri grænna.
Björn Valur Gíslason er þingflokksformaður Vinstri grænna.
"Ég held að dómurinn hafi sýnt fram á það, að það var full ástæða af hálfu Alþingis að fara í þennan málarekstur í samræmi við niðurstöðu rannsóknarnefndar Alþingis og síðan þingmannanefndarinnar undir stjórn Atla Gíslasonar,“ segir Björn Valur Gíslason, þingflokksformaður VG, í samtali við Vísi.

Geir Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, var sakfelldur fyrir einn ákærulið af fjórum í Landsdómsmálinu, svokallaða. Sá liður snýr að því að hafa ekki haldið ráðherrafundi um mikilvæg málefni.

„Ég held að það undirstriki það fyrst og fremst, að öllum efa hafi verið eytt að það hafi verið rétt af hálfu Alþingis að gera þetta, enda Geir sakfelldur þarna fyrir stórkostlegt gáleysi. Að sakfella Geir, að hafa ekki haldið ráðherrafundi um mikilvægi málefni sem varða heill íslenska ríkisins, og þar með upplýst samráðherra sína um stöðuna í aðdraganda hrunsins, séu þeir hinir sömu fríir að þeirri sök að hafa ekki getað brugðist við. Geir ber einn þessa ábyrgð, ég held að þeim hafi verið létt líka," segir Björn Valur.

Hann segir að þingflokkur VG muni ekki funda um niðurstöðu Landsdóms. „Ég held að allir séu ánægðir með að þessu máli sé lokið, þó að menn geti haft sína skoðun á niðurstöðunni."



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×