Innlent

Geir átti að bregðast við fundi með bankastjórum Seðlabankans

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Geir Haarde ræðir við blaðamenn eftir dómsuppkvaðningu.
Geir Haarde ræðir við blaðamenn eftir dómsuppkvaðningu. mynd/ friðrik.
Á meðal þess sem Landsdómur telur að Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, hefði átt að gera ríkisstjórninni grein fyrir á fundi er fundur sem hann, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, þáverandi utanríkisráðherra, og Árni M. Mathiesen, þáverandi fjármálaráðherra, áttu með bankastjórum Seðlabankans. Landsdómur telur að það mat Davíðs Oddssonar, þáverandi formanns bankastjórnar Seðlabankans, sem kom fram á umræddum fundi að íslensku bankarnir þrír væru í mikilli hættu og þar með íslenskt efnahagslíf hafi verið rétt.

Landsdómur segir að upplýsingar um yfirvofandi háska, sem ákærði fékk á fundinum, til viðbótar annarri vitneskju, sem hann bjó yfir eða hlaut að búa yfir á þessum tíma, hafi átt að verða honum sem forsætisráðherra tilefni til að taka málið til umfjöllunar á ríkisstjórnarfundi, ef ekki þegar í stað þá að minnsta kosti svo fljótt sem verða mátti.

Landsdómur segir að í ljósi aðstæðna og fyrirliggjandi upplýsinga hafi ríkisstjórnin þurft að taka pólitíska ákvörðun um hvort haldið yrði áfram á sömu braut og mörkuð hafði verið við myndun ríkisstjórnarinnar í maí 2007 eða hvort þörf væri á að endurskoða afstöðu ríkisins til bankanna sökum hagsmuna þess og alls almennings. Eftir því sem tíminn leið og hættan varð augljósari, meðal annars vegna upplýsinga, sem Geir bárust frá samráðshópi um fjármálastöðugleika og viðbúnað, hafi skylda hans orðið þeim mun ríkari til að beita sér fyrir að málið yrði rannsakað og því síðan ráðið til lykta á vettvangi ríkisstjórnarinnar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×