Viðskipti innlent

Sæstrengur: Orkumálaráðherra Breta væntanlegur til viðræðna

Frá Kárahnjúkum.
Frá Kárahnjúkum. Mynd/Vilhelm

Orkumálaráðherra Bretlands er á leið til Íslands í Maí til viðræðna um lagningu sæstrengs til Bretlands. Fjallað er um málið í breskum miðlum í dag og þar er haft eftir Charles Hendry orkumálaráðherra bresku ríkisstjórnarinnar að hafnar séu viðræður um að leggja sæstreng til Bretlands. Hendry segir að íslensk stjórnvöld séu mjög áhugasöm um málið.

Sæstrengurinn þyrfti að vera allt að eitt þúsund og fimmhundruð kílómetrar að lengd og gangi hugmyndin eftir yrði um lengsta raflínusæstreng heims að ræða. Hendry hefur þegar rætt málið við Hörð Arnarson forstjóra Landsvirkjunnar að því er fram kemur í breska blaðinu Guardian .

Bretar hafa uppi mikil áform um að tengjast raforkukerfinu í Evrópu en þegar hafa verið lagðir strengir til Frakklands og Hollands. Verið er að leggja þrjá til viðbótar, þrír eru á hugmyndastigi nú bætist við hugmyndin um streng til Íslands.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REITIR
0,85
2
25.420
ICEAIR
0,5
19
118.812
GRND
0,46
1
50
ARION
0,28
1
1.285
FESTI
0
1
28.375

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HAGA
-1,34
9
47.133
SJOVA
-1,13
2
25.192
REGINN
-0,7
6
74.795
ORIGO
-0,63
2
6.901
MARL
-0,5
10
286.176
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.