Lífið

Sýnishorn úr nýrri dogmamynd um Andrés Önd

Vísir sýnir hér sýnishorn úr glænýrri dogmamynd eftir danska leikstjórann Mads von Eibeltoft þar sem hinum skrautlega Andrési Önd er fylgt eftir.

Sýnishornið var frumsýnt í nýjasta þætti grínhópsins Mið-Íslands á Stöð 2 í kvöld.

Andrés þarf að beita ýmsum brögðum á hörðum strætum Andabæjar og jafnvel svíkja eigin samvisku til að láta enda ná saman. Ekki bætir úr skák sviksemi Andrésínu, hótanir Guffa og Bjarnabófanna, óbilgirni Jóakims frænda og það að hafa Bjargfast lögreglustjóra stöðugt á hælunum.

Saga Andrésar lætur engan ósnortinn en hægt er að horfa á hana hér fyrir ofan og á sjónvarpssíðu Vísis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×