Innlent

Fólki bent á að fara ekki að Öskju

mynd/Vatnajökulsþjóðgarður
Almannavarnadeild ríkislögreglustjórans beinir þeim tilmælum til fólk að fara ekki að Öskjuvatni. Allur er ís er farinn af vatninu en það er mjög óvenjulegt að slíkt gerist á þessum árstíma.

Vegna þessa fóru vísindamenn frá Veðurstofu Íslands og Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands í könnunarflug með flugvél Landhelgisgæslunnar TF-SIF.

Í ljós kom að vatnið er alveg íslaust og engar augljóslegar vísbendingar um ástæðu þess. Mjög ólíklegt þykir að veðurfræðilegir þættir hafi haft þessi áhrif á Öskjuvatn.

Jarðvísindastofnun og Veðurstofan munu fara í leiðangur á svæðið eftir Páska til þess að gera mælingar á svæðinu og koma fyrir tækjabúnaði til frekari mælinga.

„Þar sem ekki er að fullu ljóst hvaða atburðarás er í gangi þá vilja lögreglustjórinn á Húsavík og almannavarnadeild ríkislögreglustjórans beina þeim tilmælum til fólks að fara ekki um svæðið að óþörfu," segir í tilkynningu frá Almannavörnum.

„Sérstaklega er varað við því að fólk fari að Víti eða Öskjuvatni vegna möguleikans á að eitraðar gastegundir séu að leita upp."



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×