Lífið

Katrín Júlíusdóttir eignaðist tvíbura - Kristófer og Pétur

Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra eignaðist tvíbura, tvo heilbrigða drengi, um klukkan hálf átta í gærkvöldi. Drengirnir voru teknir með keisaraskurði.

Þeir hafa þegar fengið nöfnin Kristófer Áki, sem fæddist 45 cm og 10 merkur, og Pétur Logi, 50 cm og rúmlega 12 merkur.

Lífið óskar hjónunum Bjarna Bjarnasyni rithöfundi og Katrínu hjartanlega til hamingju með tvíburana.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.