Viðskipti innlent

Walker hyggst kaupa Iceland - kaupverðið sagt vera 300 milljarðar

Jón Hákon Halldórsson skrifar

Slitastjórn Landsbanka og Glitnis hafa samið við Malcolm Walker og aðra stjórnendur Iceland um kaup á 77% hlut í Iceland. Búist er við að skrifað verði undir á næstunni samkvæmt tilkynningu frá slitastjórn Landsbankans sem send var fjölmiðlum í kvöld.

Kaupverð er ekki gefið upp en í frétt Daily Telegraph sem birtist í kvöld er sagt að Malcolm Walker, hafi boðið 1,55 milljarða sterlingspunda í 77% hlutinn. Tilboðið jafngildir 300 milljörðum króna.

Bain Capital og BC Partners voru búin að bjóða í fyrirtækið. Malcolm Walker, sem þegar á tæplega fjórðungshlut í fyrirtækinu, var aftur á móti með forkaupsrétt og gat jafnað hæsta boð eftir að fyrrgreind félög höfðu gert lokaboð í Iceland.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
OSSRu
3,6
6
314.078
SIMINN
0,48
10
261.531

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SKEL
-2,12
21
406.128
N1
-1,69
4
133.956
MARL
-1,35
7
66.012
EIK
-1,33
7
47.480
TM
-1,29
2
17.175