Viðskipti innlent

Sérstakur saksóknari: Ekki óvænt niðurstaða

Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, segir niðurstöðu Hæstaréttar, í máli ákæruvaldsins gegn Baldri Guðlaugssyni, ekki óvænta. Baldur var í dag dæmdur í tveggja ára óskilorðsbundið fangelsi fyrir innherjasvik og brot í opinberu starfi. „Þessi niðurstaða er í takt við upplegg málsins að hálfu rannsóknaraðila og ákæruvaldsins," sagði Ólafur Þór.

Hann sagðist ekki geta tjáð sig frekar um málið að svo stöddu, þar sem hann hefði ekki greint forsendur dómsins enn, auk þess sem embætti ríkissaksóknara hefði farið með málið fyrir Hæstarétti, eins og á við um öll mál þar sem um er að ræða brot í opinberu starfi.

Ólafur Þór sagði dóminn sögulegan, ekki síst fyrir þær sakir að um væri að ræða fyrsta dóm Hæstaréttar þar sem dæmt væri í innherjamáli. Að því leytinu til væri hann mikilvægur leiðarvísir.

Ólafur Þór sagði embætti sérstaks saksóknara vera með nokkur innherjamál til rannsóknar og væru sum þeirra langt komin í rannsókn.


Tengdar fréttir

Klofinn dómur gerir vonbrigðin ekki minni

"Þetta eru eðlilega gríðarleg vonbrigði," sagði Karl Axelsson, verjandi Baldurs Guðlaugssonar, að lokinni dómsuppkvaðningu í Hæstarétti í dag. Þá gagnrýndi hann harðlega drátt á rannsókn málsins og sagði jafnframt að enginn maður ætti að þola það að fá tilkynningu frá yfirvöldum um að rannsókn í máli hans væri lokið og svo þau skilaboð að það hafi verið "allt í plati.“

Ólafur Börkur vildi vísa málinu frá

Einn dómari skilaði sérákvæði í Hæstarétti í dag í máli Baldurs Guðlaugssonar. Það var Ólafur Börkur Þorvaldsson. Hann vildi vísa málinu frá dómi. Í þeim hluta sératkvæðisins er hann fjallar um efnislega hlið málsins kemst hann jafnframt að þeirri niðurstöðu að ef ekki séu efni til að vísa málinu frá dómi, beri að sýkna.

Þurftu að laga dóminn yfir Baldri

Hæstiréttur hætti við að kveða upp dóm í innherjasvikamáli Baldurs Guðlaugssonar, fyrrverandi ráðuneytisstjóra, í gær eins og til hafði staðið samkvæmt dagskrá. Dómurinn verður í staðinn kveðinn upp klukkan 13.30 í dag.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×