Stöð 2

Jón Óttar í Sjálfstæðu fólki

Jón Óttar og kona hans Margrét Hrafnsdóttir koma bæði fram í þættinum og segja frá viðburðaríku lífi sínu og viðhorfum en þau hafa á undanförnum árum búið í Kaliforníu.
Jón Óttar og kona hans Margrét Hrafnsdóttir koma bæði fram í þættinum og segja frá viðburðaríku lífi sínu og viðhorfum en þau hafa á undanförnum árum búið í Kaliforníu.

Jón Óttar Ragnarsson athafnaskáld, frumkvöðull Herbalife á Íslandi, og nú síðast kvikmyndaframleiðandi verður gestur Steingríms Þórðarsonar og Jóns Ársæls Þórðarsonar í Sjálfstæðu fólki næsta sunnudag.

Jón Óttar og kona hans Margrét Hrafnsdóttir koma bæði fram í þættinum og segja frá viðburðaríku lífi sínu og viðhorfum en þau hafa á undanförnum árum búið í Kaliforníu.

Um þessar mundir vinna þau að gerð tveggja stórmynda en fyrri myndin fjallar um Stein Steinar og skáldin í Unuhúsi og samband Steins við vinkonur sínar þær Louisu Matthíasdóttur og Nínu Tryggvadóttur í New York.
Seinni kvikmyndin sem þau hjónin vinna að er spennutryllir með stórleikaranum William Hurt í stóru hlutverki.

Sjálfstætt fólk er á dagskrá Stöðvar 2 á sunnudaginn klukkan 19.40.Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.