Innlent

Gætum verið rík eins og Norðmenn

Guðmundur segir að ef Íslendingar haldi rétt á spöðunum geti þeir komist í sömu stöðu og Norðmenn.
Guðmundur segir að ef Íslendingar haldi rétt á spöðunum geti þeir komist í sömu stöðu og Norðmenn. Mynd/GVA

Guðmundur Steingrímsson telur um helming þingmanna reiðubúinn að afhenda auðlindir þjóðarinnar á kostnaðarverði í þágu staðbundinnar atvinnuuppbyggingar eða markmiða. Svo er hinn helmingurinn sem vill reyna að fá hámarksarð fyrir þær. „Og um þetta er mikið deilt á þingi," segir Guðmundur. „Fólk verður að fara að upplifa þetta debat." Í þessu samhengi telur hann slæmt að fólk sjái engan mun á stjórnmálaflokkum.

Guðmundur Steingrímsson og Lilja Mósesdóttir voru gestir Sigurjóns M Egilssonar í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar ræddu þau nýstofnuð stjórnmálaöfl sín.

Hvorugu þeirra leist vel á að selja hlut í Landsvirkjun til hæstbjóðanda, enda sjá þau bæði fram á mikla arðsemisaukningu hjá Landsvirkjun á næstu árum. Þau vilja því hafa fyrirtækið í ríkiseigu.

Guðmundur Steingrímsson velti meðal annars upp hugmyndum um að selja raforku til Evrópu gegnum sæstreng. „Í öllu falli gætum við fengið verulegan arð af orkuauðlindunum ef við héldum rétt á spöðunum. Er það ekki eitthvað sem við viljum? Við gætum verið í svipaðri stöðu og Norðmenn," sagði hann.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.