Fótbolti

Göteborg vill selja Elmar

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Theódór Elmar er ekki inni í myndinni hjá þjálfara IFK Göteborg.
Theódór Elmar er ekki inni í myndinni hjá þjálfara IFK Göteborg. Mynd/AFP

Það er enn algjör óvissa í málum Theodórs Elmars Bjarnasonar. Hann á eitt ár eftir af samningi sínum við IFK Göteborg en félagið vill selja hann þar sem hann er ekki inni í myndinni hjá þjálfara félagsins.

„Þeir vilja helst selja hann en við höfum ekki fengið nein skýr svör frá félaginu og fáum líklega ekki fyrr en hann þarf að mæta aftur til æfinga í byrjun desember,“ sagði Magnús Agnar Magnússon, umboðsmaður Elmars eins og hann er oftast kallaður.

Leikmaðurinn er nýkominn heim eftir þriggja daga dvöl hjá enska liðinu Ipswich en hann lék einn leik með þeim.

„Þeir voru hrifnir af honum og vilja skoða málið. Hann spilaði einn leik og stóð sig mjög vel. Helst vildu þeir fá hann frítt en það er ekki í boði. Hann verður þó aldrei seldur á neina háa fjárhæð þar sem hann á aðeins ár eftir af samningi. Boltinn er því hjá Ipswich og ég veit ekki hvað þeir gera. Á meðan erum við rólegir enda er Elmar með fínan samning hjá Gautaborg,“ bætti Magnús Agnar við.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.