Íslenski boltinn

Harpa aftur heim í Stjörnuna: Fótboltinn er bara fíkn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
"Hann er voða vær og góður og það hjálpar líka,“ segir Harpa Þorsteinsdóttir um Steinar Karl son sinn.
"Hann er voða vær og góður og það hjálpar líka,“ segir Harpa Þorsteinsdóttir um Steinar Karl son sinn. Mynd/Stefán
Landsliðskonan Harpa Þorsteinsdóttir er búin að klæða sig í takkaskóna að nýju eftir að hafa eignast Steinar Karl fyrir aðeins þremur mánuðum. Harpa ákvað að snúa aftur heim í Stjörnuna en hún hefur verið í Breiðabliki síðustu þrjú sumur.

„Ég er að reyna að koma mér í gang. Það gekk allt mjög vel hjá mér, meðgangan gekk ótrúlega vel og fæðingin ótrúlega vel líka. Maður finnur það mikið sjálfur hvað maður treystir sér í," segir Harpa.

„Ég á góða fjölskyldu að sem er tilbúin að vera á hliðarlínunni hjá mér," segir Harpa og fótboltinn freistar. „Ég get ekki verið frá fótboltanum því þetta er bara fíkn," segir Harpa.

Sambýlismaður Hörpu er Jóhannes Karl Sigsteinsson, fyrrum þjálfari Blikastúlkna, sem var látinn fara frá Breiðabliki á dögunum. w„Það hafði áhrif en var ekki úrslitavaldur," segir Harpa sem valdi á milli Breiðabliks og Stjörnunnar.

„Það er gott að vera komin aftur heim. Þegar Láki hafði samband þá fannst mér það strax freistandi og ef hann heldur að ég geti hjálpað til í toppbaráttunni þá er það mjög spennandi," segir Harpa en hún lék 84 leiki með Stjörnunni frá 2002 til 2007.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×