Innlent

Íslenskur ríkisborgari eftirlýstur af Interpol

Eftirlýstur Alþjóðadeild ríkislögreglustjóra bað um að lýst yrði eftir Anoruo 20. apríl síðastliðinn.
Eftirlýstur Alþjóðadeild ríkislögreglustjóra bað um að lýst yrði eftir Anoruo 20. apríl síðastliðinn.
Margdæmdur ofbeldismaður, Chigozie Óskar Anoruo, sem er íslenskur ríkisborgari, er nú eftirlýstur af Interpol. Íslensk lögregluyfirvöld sendu beiðni til alþjóðalögreglunnar 20. apríl síðastliðinn um að lýst yrði eftir honum.

Chigozie er eftirlýstur þar sem hann skal afplána tveggja ára fangesisdóm sem hann hlaut í Héraðsdómi Reykjavíkur árið 2009 fyrir að stinga mann í hálsinn með hnífi í Hafnarstræti í Reykjavík. Hending var talin að ekki hlaust af alvarlegt líkamstjón eða jafnvel dauði, að því er fram kom í læknisvottorðum, sem lögð voru fyrir dóminn.

Þessi dómur er sá fjórði þar sem hann er fundinn sekur um líkamsárás og er þetta í annað sinn sem hann er dæmdur fyrir stórfellda líkamsárás. Hann neitaði sök en framburður hans þótti mjög ótrúverðugur og fjarstæðukenndur að sumu leyti.

DNA-rannsókn sem gerð var í Noregi sýndi að blóðsýni af egg hnífs, sem fannst í fórum hans eftir líkamsárásina, reyndist vera úr fórnarlambinu. Sama máli gegndi um blóð sem fannst á fatnaði árásarmannsins.

Hann var, auk tveggja ára fangelsis, dæmdur til að greiða fórnarlambinu rúmlega hálfa milljón króna. - jss



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×