Viðskipti innlent

Flytja út þegar verðið er hátt

Athugun á hagkvæmni þess að flytja út rafmagn hefur staðið yfir hjá Landsvirkjun í um það bil ár. Fréttablaðið/Óli Kr. Ármannsson
Athugun á hagkvæmni þess að flytja út rafmagn hefur staðið yfir hjá Landsvirkjun í um það bil ár. Fréttablaðið/Óli Kr. Ármannsson
Könnun á hagkvæmni þess að flytja rafmagn með sæstreng frá Íslandi til Skotlands er enn í gangi hjá Landsvirkjun, en niðurstöðu er ekki að vænta fyrr en í lok árs, segir Ragna Sara Jónsdóttir, yfirmaður samskiptasviðs Landsvirkjunar. Í frétt Bloomberg-fréttaveitunnar sem birtist í gær sagði að áformað væri að flytja út álíka mikla orku og framleidd er Íslandi í dag.

Ragna Sara segir þetta fjarri lagi, og frétt Bloomberg hafi verið leiðrétt. Verið sé að kanna hvort hagstætt væri að leggja streng til að selja takmarkað magn af orku á ákveðnum tímapunktum, þegar verðið á markaði í Evrópu sé hvað hæst.- bj





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×