Innlent

Stjórn Frjálshyggjufélagsins kosin - for­maður endur­kjörinn

Björn Jón Bragason var endurkjörinn formaður.
Björn Jón Bragason var endurkjörinn formaður.

Ný stjórn var kjörin á fjölsóttum aðalfundi Frjálshyggjufélagsins laugardaginn 12. febrúar 2011. Björn Jón Bragason, sagnfræðingur og laganemi, var endurkjörinn formaður, en aðrir í stjórn eru Haraldur Pálsson hagfræðinemi, Vignir Már Lýðsson hagfræðinemi, Stefán Gunnar Sveinsson, doktorsnemi við LSE, Ásgeir Jóhannesson, heimspekingur og lögfræðingur, Valþór Druzin Halldórsson forritari og Björg Brynjarsdóttir viðskiptafræðinemi.

Þá voru átta kjörnir í varastjórn félagsins. Enn fremur var kjörin sjö manna stjórn Ungra frjálshyggjumanna. Nýr formaður þess félags er Sverrir Eðvald Jónsson menntaskólanemi.

Á fundinum var samþykkt ályktun sem má lesa hér fyrir neðan.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×