Innlent

Jóhannes aðstoðar Sigmund Davíð

Jóhannes Þór Skúlason tekur til starfa í næsta mánuði sem aðstoðarmaður formanns Framsóknarflokksins.
Jóhannes Þór Skúlason tekur til starfa í næsta mánuði sem aðstoðarmaður formanns Framsóknarflokksins.

Jóhannes Þór Skúlason hefur verið ráðinn sem aðstoðamaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokksins. Síðastliðin tvö ár hefur Jóhannes verið einn af forystumönnum InDefence hópsins sem var stofnaður í kjölfar beitingar Breta á hryðjuverkalögum gegn Íslendingum í október 2008.

Jóhannes tekur til starfa í febrúar. Hann tekur við af Sunnu Gunnars Marteinsdóttir, almannatengli, sem gegnt hefur stöðunni tímabundið. Aðstoðarmaður Sigmundar var áður Benedikt Sigurðsson sem lét af störfum í desember síðastliðinum til þess að taka við starfi sviðsstjóra samskiptasviðs Actavis á Íslandi.

Jóhannes útskrifaðist sem sagnfræðingur árið 1999 og hefur starfað sem grunnskólakennari.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×