Körfubolti

Shouse fékk flest atkvæði í stjörnuliðið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Justin Shouse.
Justin Shouse. Mynd/Vilhelm
Í gær var greint frá því hvaða tíu leikmenn verða í byrjunarliðum liða höfuðborgarsvæðisins annars vegar og landsbyggðarinnar hins vegar þegar þau mætast í stjörnuleik KKÍ þann 14. janúar næstkomandi.

Justin Shouse, leikmaður Stjörnunnar, fékk flest atkvæði í netkosningu KKÍ en henni lauk í gær. Alls fékk hann 433 atkvæði en næstur kom J'Nathan Bullock hjá Grindavík með 360 atkvæði. Niðurstöðuna má sjá í heild sinni hér.

Stjörnuleikurinn fer fram í íþróttahúsinu í Dalhúsum í Grafarvogi og mun Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, stýra liði höfuðborgarsvæðisins en Grindvíkingurinn Helgi Jónas Guðfinnsson mun stýra landsbyggðarliðinu. Þeir munu nú velja sjö leikmenn til viðbótar í sín lið.

Byrjunarliðin verða þannig skipuð:

Höfuðborgarsvæðið:

Bakvörður: Justin Shouse - Stjarnan

Bakvörður: Martin Hermannsson - KR

Framherji: Marvin Valdimarsson - Stjarnan

Framherji: Hreggviður Magnússon - KR

Miðherji: Nathan Walkup - Fjölnir

Landsbyggðin:

Bakvörður: Giordan Watson - Grindavík

Bakvörður: Magnús Þór Gunnarsson - Keflavík

Framherji: Jón Ólafur Jónsson - Snæfell

Framherji: J'Nathan Bullock - Grindavík

Miðherji: Sigurður Gunnar Þorsteinsson - Grindavík




Fleiri fréttir

Sjá meira


×