Innlent

Frítt að hringja til útlanda í dag

Viðskiptavinir Símans, sem eru með heimasíma, geta hringt frítt í vini og vandamenn í útlöndum.
Viðskiptavinir Símans, sem eru með heimasíma, geta hringt frítt í vini og vandamenn í útlöndum.

Í dag, jóladag, ætlar Síminn að bjóða öllum viðskiptavinum sínum sem eru með heimasíma að hringja til útlanda án endurgjalds.

Í tilkynningu segir að það skipti ekki máli hvort hringt er í heimasíma eða farsíma í útlöndum. „Þetta er gert til þess að viðskiptavinir Símans geti spjallað í dag við vini og vandamenn sem staddir eru erlendis án þess að hafa áhyggjur af kostnaði. Síminn hefur áður boðið viðskiptavinum millilandasímtöl án endurgjalds á jóladag og hefur það sýnt sig að fólk nýtir það vel," segir í tilkynningu frá Símanum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.