Innlent

Frítt að hringja til útlanda í dag

Viðskiptavinir Símans, sem eru með heimasíma, geta hringt frítt í vini og vandamenn í útlöndum.
Viðskiptavinir Símans, sem eru með heimasíma, geta hringt frítt í vini og vandamenn í útlöndum.
Í dag, jóladag, ætlar Síminn að bjóða öllum viðskiptavinum sínum sem eru með heimasíma að hringja til útlanda án endurgjalds.

Í tilkynningu segir að það skipti ekki máli hvort hringt er í heimasíma eða farsíma í útlöndum. „Þetta er gert til þess að viðskiptavinir Símans geti spjallað í dag við vini og vandamenn sem staddir eru erlendis án þess að hafa áhyggjur af kostnaði. Síminn hefur áður boðið viðskiptavinum millilandasímtöl án endurgjalds á jóladag og hefur það sýnt sig að fólk nýtir það vel," segir í tilkynningu frá Símanum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×