Innlent

Mugison heldur fleiri fría tónleika

Mugison, ávallt svalur.
Mugison, ávallt svalur.

Tónlistarmaðurinn Mugison, sem ákvað nýlega að bjóða landsmönnum á tónleika í Hörpu fyrir jólin, ætlar að bæta við tónleikum í öllum landsfjórðungum. Það ætlar hann að gera vegna þess að viðtökurnar hafi farið framúr björtustu vonum og færri fengu miða en vildu. Tónleikarnir á landsbyggðinni verða einnig í boði tónlistarmannsins. En staðirnir sem um ræðir, auk Reykjavíkur, eru Akureyri, Bolungarvík, Seyðisfjörður og Vestmannaeyjar.


Frítt verður á öllum stöðum og sjá má dagskrána hér að neðan:

16. des - föstudagur
Akureyri - Græni Hatturinn kl. 20:00 & 23:00
Afhending miða verður mánudaginn 12. des kl. 13:00 á Græna Hattinum

17. des - laugardagur
Bolungarvík - Félagsheimilið Bolungarvík kl. 20:00
Afhending miða verður föstudaginn 16. des kl. 13:00 í Félagsheimilinu Bolungarvík

18. des - sunnudagur
Seyðisfjörður - Félagsheimilið kl. 20:00
Opið verður fyrir alla meðan húsrúm leyfir

19. des - mánudagur
Vestmannaeyjar - Höllin kl. 20:00
Opið verður fyrir alla meðan húsrúm leyfir

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.