Lífið

Sumir framkvæma eins og þessi kona

elly@365.is skrifar

Ingunn Jónsdóttir hönnuður, sem á og rekur framleiðslufyrirtækið Noonfactory ásamt eiginmanni sínum, sýnir í meðfylgjandi myndskeiði fallega gjöf eftir hana sem hún nefnir kerti&spil.

Kerti&spil samanstendur af pakka sem inniheldur bæði kerti og spil og er vísun í þá gömlu hefð að gefa í það minnsta kerti og spil.

Spilin eru sérstök því auk þess að hægt er að nota þau til hefðbundinnar spilamennsku, þá má draga spáspil úr bunkanum, því á hverju spili er fallegur texti sem segir til um merkingu þess.

Kertið sjálft minnir á spilastokk og situr á fleyg sem steyptur er úr sandi.

Kerti&spil fást í Sirku á Akureyri, Butik.is, Femin.is, Garðheimum, 18 rauðum rósum, , Syrusson, Hverablómi og Búbót bændaverslun.

Sjá heimasíðu Ingunnar hér (Noonfactory.com).
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.