Innlent

Kosning til formanns Sjálfstæðisflokksins hafin

Kosning er hafin. Gamlir formenn stinga saman nefjum.
Kosning er hafin. Gamlir formenn stinga saman nefjum.
Kosning í embætti Sjálfstæðisflokksins er hafin á landsfundi flokksins í Laugardalshöll. Hanna Birna Kristjánsdóttir og Bjarni Benediktsson, sitjandi formaður, eru í framboði.

Þá gefur Ólöf Nordal aftur kost á sér sem varaformaður flokksins. Séra Halldór Gunnarsson bauð sig óvænt fram á móti henni á fundinum. Fyrst veður formaður flokksins kosinn en samkvæmt fundarstjóra fer kosningin fram næstu 30 mínúturnar.

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins samþykkti svo í dag tillögur framtíðarnefndar Sjálfstæðisflokksins, en meðal tillagna sem voru samþykktar, að fjölga í forystusveit flokksins. Þannig verður stofnað til embætti annars varaformanns. Hans hlutverk er að taka ábyrgð á innra starfi flokksin og ætlað að bæta skipulag.

Landsfundarfulltrúar höfnuðu þó tillögum nefndarinnar um að landsfundurinn yrði opinn.

Hægt er að fylgjast með útsendingu frá fundinum hér.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×