Erlent

Herman Cain aftur í kvennavandræðum

Herman Cain eitt af forsetaefnum Repúblikanaflokksins er aftur kominn í sviðsljós fjölmiðla í Bandaríkjunum vegna kvennamála.

Viðskiptakonan Ginger White segir að hún hafi átt í ástarsambandi við Cain í 13 ár. White segir að hún hafi vitað að Cain var giftur og að samband þeirra hafi verið ósæmilegt.

Cain komst fyrr í ár í sviðsljósið eftir að fjórar konur sökuðu hann um kynferðislega áreitni í sinn garð. Þessar ásakanir virtust þó ekki hafa nein áhrif á fylgi Cain í skoðannakönnunum um fylgi forsetaefna Repúblikanaflokksins eftir að þær komu fram.

Cain segist ekki ætla að draga sig út úr baráttunni um að verða forsetaefni flokksins.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×