Innlent

Lindex tekið opnum örmum - stærsta opnun í sögu fyrirtækisins

Lóa Dagbjört Kristjánsdóttir og Albert Þór Magnússon, hér ásamt sonum sínum Daníel Viktori og Magnúsi Val.
Lóa Dagbjört Kristjánsdóttir og Albert Þór Magnússon, hér ásamt sonum sínum Daníel Viktori og Magnúsi Val. Mynd/GVA
Sænska tískuvöruverslunin Lindex opnaði um helgina í Smáralind og fékk vægast sagt góðar undirtektir en um stærstu opnun í sextíu ára sögu fyrirtækisins er að ræða. Aðstandendur verslunarinnar hér á landi, þau Albert Þór Magnússon og Lóa Dagbjört Kristjánsdóttir mættu voru gestir þáttarins Í bítið í morgun.

Albert og Lóa voru búsett í Svíþjóð þar sem þau kynntust Lindex sem selur föt fyrir konur og börn á góðu verði. Þeim datt í hug að kynna vöruna fyrir Íslendingum og einu og hálfu ári síðar opnaði verslunin í Smáralind. Þau segja mikla eftirvæntingu hafa ríkt, ekki síst hjá þeim sjálfum en um sautján þúsund manns höfðu gerst vinir Lindex á Facebook. Það er jafnmikill fjöldi og er á vinalista Lindex í Noregi.

Þau segjast því hafa búist við góðum viðbrögðum, en þó ekkert í líkingu við það sem varð. „Við þurftum að hleypa inn í hollum alla helgina," segir Lóa. Verðið segja þau fyllilega sambærilegt við það sem er í Svíþjóð, en þar í landi er verslunin þekkt fyrir gæðavörur á lágu verði. Lindex keðjan er nú í fjórtán löndum og með 430 verslanir.

Eins og Íslendingum er tamt bókstaflega réðust þeir á búðina þegar hún opnaði um helgina. Um er að ræða stærstu opnun í sögu Lindex, en saga búðarinnar nær rúmlega 60 ár aftur í tímann. „Við vorum að selja meira en stórar Lindex búðir í Osló og í Gautaborg," segja hjónin og hafa það eftir sænskum forsvarsmönnum Lindex sem voru viðstaddir opnunina. „Þeir sögðu, þetta á ekki að vera hægt."

Hlustið á spjallið við þau Albert og Lóu hér að ofan.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×