Viðskipti innlent

Versluninni Lindex lokað tímabundið vegna vöruskorts

Fataverslunin Lindex, sem var opnuð í Smáralind fyrir þremur dögum, hefur verið lokað tímabundið vegna vöruskorts, þar sem vörulager, sem átti að duga til þriggja vikna , er nánast upp seldur.

Í tilkynningu frá versluninni segir að á þessum þremur dögum hafi rúmlega tíu þúsund manns komið í verslunina og salan verið fimm sinnum meiri en áætlað var. Nýjar vörusendingar eru á leið til landsins.

Áætlað er að opna verslunina að nýju næstkomandi laugardag.


Tengdar fréttir

Lindex tekið opnum örmum - stærsta opnun í sögu fyrirtækisins

Sænska tískuvöruverslunin Lindex opnaði um helgina í Smáralind og fékk vægast sagt góðar undirtektir en um stærstu opnun í sextíu ára sögu fyrirtækisins er að ræða. Aðstandendur verslunarinnar hér á landi, þau Albert Þór Magnússon og Lóa Dagbjört Kristjánsdóttir mættu voru gestir þáttarins Í bítið í morgun.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×