Innlent

„Er ekki alveg ljóst að Ólafur Skúlason er að fara brenna í helvíti?“

Frosti og Máni í útvarpsþættinum Harmageddon fengu Séra Bjarna Karlsson í heimsókn til sín á dögunum. Þar voru málefni kirkjunnar rædd og veltu þeir meðal annars fyrir sér hvort að himnaríki og helvíti sé raunverulega til.

Þeir spurðu Bjarna meðal annars hvort að Ólafur Skúlason, fyrrverandi biskup, væri ekki að fara brenna í helvíti og vísuðu þar til meintrar misnotkunar Ólafs á dóttur sinni.

Bjarni sagði meðal annars að þegar horft er í augun á barni þá sé horft í augun á Guði. „Það sem þú gerir við barn, það hefur þú gert við Jesú Krist.“

Hægt er að horfa á viðtalið við Bjarna í heild sinni með því að smella á hlekkinn hér að ofan.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×