Körfubolti

Sævar: Það var sama hvar og hvenær þeir skutu - það fór allt ofan í

Boði Logason í Ljónagryfjunni skrifar
Sævar Ingi Haraldsson, leikmaður Hauka.
Sævar Ingi Haraldsson, leikmaður Hauka.
"Það var aðallega varnarleikurinn - hann var bara skelfilegur það er ekkert annað," sagði Sævar Haraldsson leikmaður Hauka eftir 107 – 91 tap gegn Njarðvík í Ljónagryfjunni í kvöld. Hann skoraði 12 stig í leiknum.

"Þeir taka 15 stig í röð liggur við. Sóknarleikurinn hjá okkur var allt í lagi en við erum kannski ekkert að hitta neitt svakalega vel. En aðallega er þetta varnarleikurinn sem var að klikka hjá okkur og að sama skapi er allt að detta fyrir þá. Það skipti ekki máli hvar þeir skutu eða hvenær – það fór bara allt ofan í," sagði Sævar.

Hann segir að hópurinn sé svipaður og í fyrra en Haukarnir eru nýliðar í úrvalsdeildinni. "Við getum alveg byggt á því. Við verðum bara aðeins að slípa okkur saman og koma sterkari í næstu leiki. Við eigum erfitt prógram framundan. Við getum ekki spilað eins og við vorum að gera í dag," sagði Sævar.


Tengdar fréttir

Elvar Már: Skotin voru að detta í dag

“Þetta var bara liðssigur,” sagði Elvar Már Friðriksson, 17 ára leikmaður Njarðvíkur, eftir sigur á Haukum, 107 – 91 í Ljónagryfjunni í kvöld.

Umfjöllun: Njarðvíkingar sýndu klærnar í Ljónagryfjunni

Njarðvík byrjar tímabilið í Iceland Express-deild karla vel en í kvöld vann liðið sigur á Haukum, 107-91. Njarðvíkingum var reyndar spáð falli úr deildinni fyrir tímabilið en þeir hafa svarað því með því að vinna fyrstu tvo leiki tímabilsins.

Friðrik: Við erum að hlaupa af okkur frumsýningarstressið

“Við spiluðum bara mjög vel í dag, sérstaklega sóknarlega. Það voru allir í banastuði og menn voru bara vel stemmdir,” sagði Friðrik Ragnarsson, þjálfari Njarðvíkinga eftir sannfærandi sigur á Haukum í Ljónagryfjunni 107 – 91 í kvöld.

Pétur: Erum að fá á okkur alltof mikið af stigum

“Við byrjuðum illa í þriðja leikhluta eftir að hafa verið undir og þeir komust fljótt í 20 stiga forskot og héldu því einhvern veginn allan leikinn,” sagði Pétur Ingvarsson, þjálfari Hauka eftir 107 – 91 tap í Ljónagryfjunni í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×