Innlent

Margrét Gauja verður forseti bæjarstjórnar

Margrét Gauja Magnúsdóttir.
Margrét Gauja Magnúsdóttir.

Margrét Gauja Magnúsdóttir, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði, hefur tekið við stöðu forseta bæjarstjórnar í Hafnarfirði. Það er Sigríður Björk Jónsdóttir sem hefur gegnt embætti forseta bæjarstjórnar frá kosningum.

Margrét var áður formaður bæjarráðs en Sigríður Björk tekur nú þar við.

Fjarðapósturinn greinir hinsvegar frá því að engin skýring hafi verið gefin á vistaskiptum Margrétar og Sigríðar. Það hafi þó heyrst að Margrét Gauja, sem er grunnskólakennari í Garðabæ, hafi þótt erfitt að sitja fundi bæjarráðs sem alltaf eru haldnir fyrir hádegi.

Frekari breytinga er að vænta í bæjarpólitíkinni í Hafnarfirði. Þannig mun Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, bæjarfulltrúi Vinstri grænna, taka við embætti bæjarstjóra næsta vor samkvæmt samkomulagi meirihlutans. Guðmundur Rúnar Árnason, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar er núna bæjarstjóri.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.