Tónlist

Sinead O'Connor á Airwaves

Sinead O'Connor
Sinead O'Connor

Írska tónlistarkonan Sinead O'Connor heldur tónleika á Iceland Airwaves tónlistarhátíðinni í október í haust samkvæmt kvöldfréttum RÚV.

Sinead O'Connor öðlaðist heimsfrægð árið 1990 með flutningi sínum á laginu Nothing Compares 2 U. Hún hefur á ferlinum ekki siglt lygnan sjó og oft vakið hörð viðbrögð með afdráttarlausum og oft umdeildum yfirlýsingum um trúmál, kvenréttindi og stjórnmál.

Hundrað og fimmtíu tónlistaratriði hafa verið kynnt á dagskrá Airwaves, þ.á.m. Björk og Yoko Ono. Nú þegar hafa selst fleiri miðar á hátíðina í ár, en seldust í fyrra og hafa erlendir gestir keypt um 60 % þeirra samkvæmt RÚV.
Fleiri fréttir

Sjá meira