Innlent

Aukið vatnsmagn í Skaftá

Skaftá í júní 2010.
Skaftá í júní 2010.
„Rennslið tók kipp um þrjúleytið en hafði verið stöðugt þá,“ segir Hilmar Hróðmarsson, vatnamælingamaður hjá Veðurstofunni. Hann á von á því að vatnsmagn í Skaftá haldi áfram að vaxa.

Rennslið í Skaftá náði hámarki við Sveinstind um þrjúleytið í nótt þegar það nam hátt í 300 rúmmetrum á sekúndu, eftir að hafa vaxið frá því um hádegisbilið í gærdag. „Ég held að það sé nokkuð öruggt að það verði annar toppur á svipuðum tíma. Það er bara spurning hvað hann fer hátt. Við eigum ekki von á því að það verði neitt rosalegt. Kannski 400 rúmetrar sem er frekar lítið miðað við Skaftáhlaup,“ segir Hilmar og bætir við að dægursveiflan í ánni hafi blandast inn í þetta. „Þetta er ekki orðið stórflóð.“





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×