Erlent

Sprenging í Osló

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Úr myndbandi sem vegfarandi tók stuttu eftir sprenginguna og sjá má fyrir neðan.
Úr myndbandi sem vegfarandi tók stuttu eftir sprenginguna og sjá má fyrir neðan.
Sprenging varð í miðborg Osló um tuttugu mínútur yfir eitt að íslenskum tíma og er mikil ringulreið í borginni vegna þessa.

Lítið er vitað um stöðuna en rúður sprungu. Sprengingin varð í hverfi þar sem fjölmargar byggingar norsku ríkisstjórnarinnar eru, en þar er jafnframt bygging Verdens Gang. Fram kemur á fréttavef Aftenposten að margir séu slasaðir. Blóð sást í andliti og á höndum margra. Ekki er vitað hvort um hryðjuverkaárás var að ræða.

Höskuldur Kári Schram, fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis, er staddur í kílómeters fjarlægð frá þeim stað þar sem sprengingin varð. „Ég heyrði rosalegan hávaða," segir Höskuldur. Hann taldi fyrst að þetta væri í tengslum við framkvæmdir. Síðan heyrði hann gríðarlegt sírenuvæl. Þá hafi hann lesið í norskum fjölmiðlum að búið væri að girða af.

Höskuldur segir algera óvissu ríkja um það hvers eðlis sprengingin var. „Það hefur ekkert heyrst annað en það að Jens Stoltenberg forsætisráðherra er ekki slasaður," segir Höskuldur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×