Íslenski boltinn

Gunnar Einarsson til Víkings

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Andri Marteinsson er að safna liði í Víkinni.
Andri Marteinsson er að safna liði í Víkinni.

Varnarmaðurinn þaulreyndi Gunnar Einarsson er búinn að skrifa undir samning við Pepsi-deildarlið Víkings. Gunnar kemur til liðsins frá Leikni.

Gunnar var aðstoðarmaður Sigursteins Gíslasonar hjá Leikni. Gunnar var ekki sáttur er Leiknir ákvað að reka Sigurstein og hætti því hjá félaginu.

Varnarmaðurinn hefur leikið yfir 400 leiki með Val, KR og Leikni en hann lék einnig með Roda í Hollandi og Brentford á Englandi.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.