Innlent

Páll Baldvin tjáir sig ekki

Mynd/Valgarður Gíslason
Páll Baldvin Baldvinsson, bókmenntagagnrýnandi, vill ekki tjá sig um þá ákvörðun bæjarstjóra Akraness að fela lögmanni bæjarfélagins að ritdómur Páls um fyrst bindi Sögu Akraness varði við lög. Ritdómurinn birtist í síðasta tölublaði Fréttatímans.

„Þeir sem gefa út og skrifa ritdóma og ætlast til þess að hlustað er á þá verða auðvitað að skilja að þeir geta haft hrikalegar afleiðingar með ábyrgðarlausu tali," sagði Árni Múli Jónasson, bæjarstjóri Akranesbæjar, í samtali við Vísi fyrr í dag. „Að þjófkenna menn og segja að þeir séu að ásetningi að falsa sögu eru býsna alvarlegar ásakanir."

Verkið var umdeilt þar sem ritun þess stóð yfir í fjölmörg ár og kostaði bæjarfélagið hátt í 100 milljónir. Fyrstu tvö bindin komu út í maí. Þau spanna annars vegar tímabilið frá landnámi til 1700 og hins vegar 18. öldina.

Minnisvarði um óvandaða vinnu

Páll Baldvin fer hörðum orðum um verkið í dómi sínum og segir það vera sönnunargagn um lágt siðferðisstig í bókaútgáfu. „Hér hefur tekist herfilega til um framkvæmd og hafi þeir skömm fyrir sem að stóðu."

Þá segir hann: „Akurnesingum var nær að kjósa yfir sig svona dómgreindarlausa stjórnendur og leyfa þeim að komast upp með svona vitleysu. Saga Akraness Fyrsta bindi er merkilegur minnisvarði um vanhugsaðan undirbúning, óvandaða vinnu og óvandaða tilraun til að smíða sögukenningu sem ekki er fótur fyrir."

Ritdóm Páls Baldvins er hægt að nálgast hér


Tengdar fréttir

Vill lögreglurannsókn á vondum bókarskrifum

Bókin Saga Akraness, 1. bindi, fær vægast sagt skelfilega útreið í bókargagnrýni Páls Baldvins Baldvinssonar í Fréttatímanum í dag. Bókin hefur hingað til verið þekktust fyrir það að vera dýr í útgáfu en hún kostaði yfir 100 milljónir króna.

Akranes íhugar málssókn gegn Fréttatímanum

Bæjarstjóri Akranesbæjar hefur falið lögmanni bæjarfélagsins að meta hvort ritdómur Fréttatímans um ritið Sögu Akraness varði við lög. "Þeir sem gefa út og skrifa ritdóma og ætlast til þess að hlustað er á þá verða auðvitað að skilja að þeir geta haft hrikalegar afleiðingar með ábyrgðarlausu tali. Að þjófkenna menn og segja að þeir séu að ásetningi að falsa sögu er býsna alvarlegar ásakanir," segir Árni Múli Jónasson, bæjarstjóri Akranesbæjar, í samtali við Vísi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×