Innlent

Páll Hreinsson dómari við EFTA dómstólinn

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Páll Hreinsson var formaður rannsóknarnefndar Alþingis. Mynd/ Pjetur.
Páll Hreinsson var formaður rannsóknarnefndar Alþingis. Mynd/ Pjetur.
Páll Hreinsson hæstaréttardómari hefur verið skipaður dómari við EFTA dómstólinn frá 15. september næstkomandi. Þorgeir Örlygsson lætur þá af því starfi og tekur sæti í Hæstarétti.

EFTA-dómstólinn er starfræktur á grundvelli EES-samningsins til að leysa úr ágreiningsmálum um framkvæmd samningsins. Stjórnvöld í EFTA-ríkjunum sem aðild eiga að EES-samningnum standa sameiginlega að skipun í stöðuna.

Hæfni þeirra sem sóttust eftir tilnefningu í stöðu dómara við EFTA-dómstólinn var metin af sérstakri nefnd á sams konar hátt og umsækjendur um embætti hæstaréttardómara eru metnir.

Páll Hreinsson vakti athygli þegar að hann veitti formennsku rannsóknarnefnd Alþingis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×