Innlent

Eftirlýstur af Interpol - gaf sig fram og kominn í Hegningarhúsið

Erla Hlynsdóttir skrifar
Interpol lýsti eftir Óskari en hann var þá kominn aftur til landsins
Interpol lýsti eftir Óskari en hann var þá kominn aftur til landsins

Chigozie Óskar Anoruo, íslenskur ríkisborgari sem var eftirlýstur af Interpol, hefur gefið sig fram við fangelsismálayfirvöld og hóf afplánun í gær. Óskar er vistaður í Hegningarhúsinu, eins og venjan um karlkyns fanga í upphafi afplánunar.

Ástæða þess að hann var eftirlýstur er sú að íslensk fangelsismálayfirvöld höfðu upplýsingar um að Óskar væri erlendis. Hann var hins vegar kominn aftur til landsins og gaf sig fram eftir að lýst var eftir honum.

Óskar hlaut tveggja ára fangelsisdóm í Héraðsdómi Reykjavíkur árið 2009 fyrir að stinga mann í hálsinn með hnífi í Hafnarstræti í Reykjavík. Hending var talin að ekki hlaust af alvarlegt líkamstjón eða jafnvel dauði, að því er fram kom í læknisvottorðum sem lögð voru fyrir dóminn.
Þetta var í fjórða sinn sem Óskar var dæmdur fyrir líkamsárás.

Vegna plássleysis í íslenskum fangelsum gat Óskar ekki hafið afplánun fyrr. „Í venjulegu árferði með hefðbundna nýtingu hefði hann verið boðaður inn fyrr," segir Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar.

Fangelsismálastofnun fékk þær upplýsingar frá íslenskum yfirvöldum að Óskar hefði farið úr landi. „Við óskuðum þá eftir að hann yrði eftirlýstur," segir hann.

Aðspurður segir Páll að Óskar hafi ekki verið metinn hættulegur en eftir honum lýst þegar hann fannst ekki eftir að boða átti hann til afplánunar.Tengdar fréttir

Íslenskur ríkisborgari eftirlýstur af Interpol

Margdæmdur ofbeldismaður, Chigozie Óskar Anoruo, sem er íslenskur ríkisborgari, er nú eftirlýstur af Interpol. Íslensk lögregluyfirvöld sendu beiðni til alþjóðalögreglunnar 20. apríl síðastliðinn um að lýst yrði eftir honum.
Fleiri fréttir

Sjá meira