Innlent

Sigmundur Davíð gæti vel rekið pylsusjoppu

Boði Logason skrifar
Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra.
Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra.

"Frú forseti, ég lýsi því yfir að stjórnarandstaðan er ekki gjörsamlega vonlaus. Ég held að háttvirtur þingmaður, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, gæti vel rekið pylsusjoppu og jafnvel haft af henni hagnað," sagði Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, á Alþingi í kvöld.

Sigmundur Davíð sagði í ræðu sinni, sem var á undan ræðu Steingríms, að ríkisstjórnin gæti ekki rekið Bæjarins Bestu pylsur í plús - hvað þá íslenska ríkið.

Þá spurði Steingrímur að því hvort það væri ekki „hyggilegt fyrir þá kappa, háttvirtan þingmann Sigmund Davíð Gunnlaugsson og háttvirtan þingmann Bjarna Benediktsson, að doka aðeins við og leyfa okkur að glíma við erfiðleikana lengur?"

Hann sagði að stjórnarandstaðan myndi sjá það sem allir sjá: „að Ísland er á réttri leið, og nú liggur á að koma stjórninni frá áður en það verður betur skráð í bókhaldið. Staðreyndin er sú að Ísland er komið út úr mestu erfiðleikunum og nú eigum við að snúa bökum saman svo framhaldið verði farsælt," sagði Steingrímur í kvöld.
Fleiri fréttir

Sjá meira