Innlent

Ásmundur Einar hættur í þingflokki VG

Jónas Margeir Ingólfsson skrifar
Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Vinstri grænna, mun segja sig úr þingflokki VG á morgun. Þetta sagði hann í samtali við fréttastofu eftir að atkvæðagreiðslum lauk í kvöld.

Ásmundur Einar telur sig ekki lengur eiga samleið með VG og mun því fylgja fordæmi þeirra Atla Gíslasonar og Lilju Mósesdóttur, sem sögðu sig úr þingflokknum nýlega.

Ásmundur kveðst vera ósáttur við stefnu ríkisstjórnarinnar í mörgum málum, t.a.m. evrópumálum. Hann geti því ekki starfað sem meirihlutaþingmaður ríkisstjórnarinnar, þó hann sé sammála grunnstefnu Vinstri grænna.

Ásmundur Einar var eini stjórnarþingmaðurinn sem greiddi atkvæði með vantrauststillögu Bjarna Benediktssonar. Hann kveðst hafa fundið sig knúinn til þess í ljósi aðgerðarleysis ríkisstjórnarinnar.

Hægt er að sjá viðtal við Ásmund Einar og Steingrím J. Sigfússon í myndskeiðinu hér að ofan.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×