Erlent

Segir Dani verða að framselja Múhameðsteiknara

Óli Tynes skrifar
Kurt Westergaard
Kurt Westergaard

Danir hafa skuldbundið sig til þess að framselja skopmyndateiknarann Kurt Westergaard til Jórdaníu að sögn borgarfulltrúa í Kaupmannahöfn. Réttarhöld yfir Westergaard hefjast þar í landi 25 apríl, vegna teikninga hans af Múhameð spámanni.
 
Morten Dreyer á sæti í bæjarstjórninni í Dragör fyrir Dansk Folkeparti og er frambjóðandi til þings fyrir sama flokk. Dreyer segir Dani hafa í gegnum Evrópusambandið lögfest hina svokölluðu Evrópsku handtökuskipun. Hún hafi upphaflega verið sett til þess að menn gætu ekki gengið um frjálsir í einu ESB ríki eftir að hafa gerst brotlegir í öðru. Jafnvel er hægt að framselja menn fyrir að gera eitthvað í einu ESB ríki þótt athæfið sé ekki ólöglegt í Danmörku.
Sem fyrr segir náði þetta samkomulag í upphafi aðeins til ríkja Evrópusambandsins. Það hefur hinsvegar verið útvíkkað síðan og ýmis önnur lönd gerst aðilar að því. Þeirra á meðal segir Dreyer að sé Jórdanía.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.