Innlent

Allt að 75 prósenta verðmunur á umfelgun

MYND/Anton
Nú nálgast vorið og þá fara ökumenn að huga að því að skipta yfir á sumardekkin. Þann 15. apríl eiga vetrardekkin að vera horfin undan bifreiðum landsmanna og af því tilefni hefur verðlagseftirlit ASÍ gert verðkönnun á skiptingu, umfelgun og jafnvægisstillingu hjá 36 hjólbarðaverkstæðum víðsvegar um landið. Könnunin var gerð á mánudaginn var og var þjónusta könnuð fyrir nokkrar tegundir fólksbíla og var allt að 75 prósenta verðmunur á milli verkstæða.

„KvikkFix var með lægsta verðið í könnuninni í öllum tilvikum, en allt að 3.499 kr. verðmunur var á þjónustu hjólbarðaverkstæðanna við að skipta, umfelga og jafnvægisstilla dekk á 16´´ álfelgu undir meðalbíl,“ segir í tilkynningu frá ASÍ. „Mestur verðmunur í könnuninni var á þjónustu við dekkjaskipti á meðalbíl (Subaru Legacy)  með 16´´ áfelgum(205/55R16) sem var ódýrust á 4.650 kr. hjá KvikkFix í Kópavogi en dýrust á 8.149 kr. hjá Kletti í Reykjavík. Verðmunurinn er 3.499 kr. eða 75%.“

Þá segir að minnstur hafi munurinn verið á þjónustu við dekkjaskipti á 14´´ stálfelgu(175/65R14) undir smábíl (Toyota Yaris). „Þjónustan var ódýrust á 4.650 kr. hjá KvikkFix í Kópavogi, en dýrust á 6.990 kr. hjá umboðsaðila Toyota á Selfossi. Verðmunurinn er 2.340 kr. eða 50%.

Ef skoðað er verð á þjónustu fyrir minni meðalbíl (Ford Focus Trend) á 15´´ álfelgum(195/65R15) var þjónustan ódýrust á 4.650 kr. hjá KvikkFix í Kópavogi en dýrust á 7.650 kr. hjá Kletti  í Reykjavík. Verðmunurinn er 3.500 kr. eða 75%.“

Ef miðað er við verðkönnun sem gerð var síðasta haust sést að átta hjólbarðaverkstæði hafa hækkað hjá sér verðið á þjónustu. „Mesta hækkunin var hjá Toyota umboðinu á Akureyri um 29%, Pitstopp og Dekkjalagerinn Selfossi um 18% og 10% hjá Barðanum í RVK.  Verð þjónustunnar hefur lækkað eða staðið í stað síðan í fyrra, hjá 20 aðilum af 28. Mesta lækkun var hjá Hjólkó/Vöku um 14% og Nesdekk um 6% og Smurstöðinni Klöpp um 3%.“

Hér má sjá töflu sem sýnir könnunina í heild sinni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×