Körfubolti

Stjarnan þarf aðeins einn sigur til viðbótar gegn meisturunum

Justin Shouse og félagar hans úr Stjörnunni eru einu skrefi frá því að leggja Snæfell að velli í undanúrslitum Iceland Express deildarinnar.
Justin Shouse og félagar hans úr Stjörnunni eru einu skrefi frá því að leggja Snæfell að velli í undanúrslitum Iceland Express deildarinnar. Mynd/Valli
Stjarnan þarf aðeins einn sigur til viðbótar gegn Íslandsmeistaraliði Snæfells til þess að komast í úrslitarimmuna um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik karla. Stjarnan sigraði Snæfell 93-87 í Ásgarði í kvöld og er staðan 2-0 fyrir Stjörnuna í undanúrslitum Iceland Express deildarinnar. Jovan Zdravevski fór á kostum í liði Stjörnunnar og skoraði hann 38 stig og tók að auki 10 fráköst.

Justin Shouse skoraði 13 stig og gaf 15 stoðsendingar fyrir Stjörnuna. Jón Ólafur Jónsson skoraði 24 stig fyrir Snæfell og Pálmi Freyr Sigurgeirsson skoraði 22 stig.

Stjarnan-Snæfell 93-87 (20-22, 19-19, 29-18, 25-28)

Stjarnan
: Jovan Zdravevski 38/10 fráköst, Renato Lindmets 15/7 fráköst/5 stoðsendingar, Justin Shouse 13/15 stoðsendingar, Daníel G. Guðmundsson 10, Fannar Freyr Helgason 9, Marvin Valdimarsson 4, Guðjón Lárusson 2, Ólafur Aron Ingvason 2, Magnús Guðmundsson 0, Sigurbjörn Ottó Björnsson 0, Dagur Kár Jónsson 0, Kjartan Atli Kjartansson 0.

Snæfell
: Jón Ólafur Jónsson 24/8 fráköst/5 stoðsendingar, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 22, Zeljko Bojovic 15/6 fráköst, Ryan Amaroso 15/8 fráköst, Sean Burton 11/6 fráköst/9 stoðsendingar, Sveinn Arnar Davíðsson 0, Kristján Andrésson 0, Emil Þór Jóhannsson 0, Egill Egilsson 0, Daníel A. Kazmi 0, Birgir Pétursson 0, Atli Rafn Hreinsson 0.

Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Kristinn Óskarsson,


Tengdar fréttir

Nonni Mæju: Þurfum að skrifa nýja sögu

Jón Ólafur Jónsson, leikmaður Snæfells, var að vonum daufur í dálkinn eftir annað tap Snæfells í röð gegn Stjörnunni í undanúrslitum Iceland Express-deildar karla.

Teitur: Amoroso öskraði "fuck you" á mig

Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, þvertekur fyrir að hafa skipt sér af leikmönnum Snæfells í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Iceland Express-deildarinnar. Þjálfari Snæfells, Ingi Þór Steinþórsson, sakaði hann um það í viðtali við Vísi fyrr í dag en Teitur segir Inga fara með staflausa stafi. Hann segist ekki hafa hreytt neinum ónótum í Ryan Amoroso, leikmann Snæfells, né aðra.

Fannar: Við getum unnið titilinn

Stjörnumaðurinn Fannar Helgason frá Ósi segir að það sé mikið sjálfstraust í liði Stjörnunnar og hann segir liðið geta farið alla leið á þessu tímabili. Stjarnan vann Snæfell í kvöld og er komið í 2-0 í undanúrslitarimmu liðanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×