Körfubolti

Ágúst: Varnarleikurinn varð okkur að falli

Jón Júlíus Karlsson í Hveragerði skrifar
Ágúst Björgvinsson.
Ágúst Björgvinsson.
„Þetta eru gríðarleg vonbrigði," sagði Ágúst Björgvinsson, þjálfari Hamars eftir að liðið tapaði fyrir Njarðvík á heimavelli, 76-74, og féll úr keppni um Íslandsmeistaratitilinn í Iceland Express deild kvenna.

„Varnarleikurinn var ekki nógu góður og við vorum að fá á okkur allt of auðveldar körfur. Það verður okkur að falli í kvöld. Við vorum að skora minna en við höfum verið að gera en það er fyrst og fremst vörnin sem fór með þetta hjá okkur."

Hamar varð deildarmeistari fyrir skömmu og flestir áttu von á því að liðið færi í úrslitaleikinn. Njarðvík kom honum ekki á óvart í leiknum. „Þær komu okkur ekki á óvart. Liðið er með gríðarlega sterka erlenda leikmenn og íslensku stelpurnar léku vel í dag. Leikgleðin virtist vera meiri þeirra megin í kvöld. Ég gæti vafalaust komið með einhverjar afsakanir hvers vegna við töpuðum en sú einfalda er að Njarðvík lék einfaldlega betur."

Ágúst hefur þjálfað bæði karla- og kvennalið Hamars í vetur. Hefur hann hug á að halda áfram? „Það er allt óljóst í þessum efnum og ég mun setjast niður með forráðamönnum Hamars of fara yfir stöðuna. Ég er opinn fyrir öllu."


Tengdar fréttir

Umfjöllun: Njarðvík í úrslit í fyrsta sinn

Njarðvík er komið í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn í Iceland Express deild kvenna eftir sigur liðsins gegn Hamar, 67-74, í Hvergerði í kvöld. Þar með hefur liðið brotið blað í sögu félagsins en aldrei áður hefur kvennalið Njarðvíkur komist í úrslitin um Íslandsmeistaratitilinn.

Njarðvík leikur til úrslita gegn Keflavík - Hamar úr leik

Njarðvík leikur til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn gegn Keflavík í Iceland Express deild kvenna í fyrsta sinn í sögu félagsins eftir 74-67 sigur liðsins gegn deildarmeistaraliði Hamars í Hveragerði í kvöld. Njarðvík vann einvígið 3-2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×