Viðskipti innlent

Deep Freeze: Íslenska hrunið í boði Seðlabankans

Í bókinni Deep Freeze Iceland´s Economic Collapse komast höfundar hennar að þeirri niðurstöðu að íslenska hrunið haustið 2008 megi að mestu skrifa á slæma stefnu Seðlabanka Íslands árin fyrir hrunið.

Höfundar bókarinnar eru hagfræðingarnir Phillipp Bagus og David Howden. Fjallað er um bókina á vefsíðu Ludwig von Mises Institute í Austurríki.

Á vefsíðunni segir m.a. höfundarnir komist að þeirri niðurstöðu að raunveruleg ástæða fyrir þeim hremmingum sem íslenska þjóðin upplifði haustið 2008 sé slæm stefna Seðlabankans. Vextir voru of lágir, bankarnir of stórir til að falla, húsnæðislán voru með ríkisábyrgð og bankarnir tóku skammtímalán erlendis til að fjármagna langtímaskuldabréf.

Höfundar bókarinnar ræða þennan mismun á skammtíma- og langtímaskuldbindingum og einbeita sér að þeirri stefnu Seðlabankans sem ýtti undir svo ótraust vinnubrögð. Þeir sýna fram á orsakir og afleiðingar þessarar stefnu án nokkurs vafa með því að nota gríðarlegt magn af upplýsingum og nákvæma greiningu á íslensku efnahagslífi, að því er segir á vefsíðunni.

Þá segir að íslenska frostið sé eitt af stóru sögubókardæmunum í heiminum. Það eigi að minna okkur á hvað gerist þegar lögmál markaðarins eru sniðgengin af stjórnmálamönnum og seðlabankastjórum.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×