Innlent

Geiri á Goldfinger íhugar skaðabótamál gegn ríkinu

Geiri á Goldfinger ásamt nektardönsurum sem þurfa að finna sér nýjan starfsvettvang.
Geiri á Goldfinger ásamt nektardönsurum sem þurfa að finna sér nýjan starfsvettvang.

„Ég er að velta fyrir mér skaðabótamáli gegn ríkinu," segir Ásgeir Þór Davíðsson, eigandi nektardanstaðsins Goldfinger í Kópavogi en Alþingi samþykkti lög í dag þar sem nektardans er bannaður með öllu.

Alls greiddu 31 þingmaður með frumvarpinu en tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins sátu hjá.

Ásgeir er ekki sáttur við niðurstöðu mála og segist íhuga skaðabótamál þar sem veitingarekstur hans er orðinn ólöglegur.

„Mér finnst þessir þingmenn bara vera bölvaðar kvígur," sagði Ásgeir sem er ekki sáttur við sitt hlutskipti.

Steinunn Valdís Óskarsdóttir, þingkona Samfylkingarinnar, sagði í dag að lögin væru söguleg.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×