Viðskipti innlent

Efnahagsþrengingar setja áfram mark sitt á afkomu Gildis

Afkoma Gildis-lífeyrissjóðs árið 2009 var kynnt á mjög fjölmennum ársfundi sjóðsins á Grand hóteli í kvöld, 28. apríl. Í tilkynningu frá sjóðnum segir að helstu niðurstöður uppgjörs séu eftirfarandi:

  • Áframhaldandi erfiðleikar innlendra fjármálastofnana og fyrirtækja, í kjölfar hruns fjármálakerfisins á Íslandi í október 2008, hafa mikil áhrif á afkomu sjóðsins.
  • Nafnávöxtun sjóðsins var 6,8% og raunávöxtun var neikvæð um 1,5%.
  • Hrein eign til greiðslu lífeyris var 227,3 milljarðar króna í árslok og jókst um 18,4 milljarða króna eða um 8,8% frá árslokum 2008.
  • Fjárfestingartekjur voru 14,8 milljarðar króna að teknu tilliti til niðurfærslna skuldabréfa upp á 10,6 milljarða króna.
  • Heildarskuldbindingar sjóðsins voru í lok árs 2009 11,6% meiri en eignir, samkvæmt tryggingafræðilegri úttekt. Samþykkt var í kvöld tillaga stjórnar um að lækka áunnin réttindi um 7% og að lækkunin hjá lífeyrisþegum yrði framkvæmd í tvennu lagi, 3,5% 1. júní 2010 og 3,5% 1. nóvember 2010.
  • Lífeyrisgreiðslur eru verðtryggðar m.v. vísitölu neysluverðs. Réttindi voru hækkuð um 7% árið 2006 og 10% árið 2007 umfram vísitöluhækkanir en lækkuð um 10% árið 2009. Frá ársbyrjun 2006 til mars 2010 hafa lífeyrisþegar fengið greitt 11,3% meira en þeir hefðu fengið ef greiðslur hefðu fylgt vísitölu neysluverðs og 11,6% meira en þeir hefðu fengið ef greiðslur hefðu hækkað samkvæmt launavísitölu.
  • Iðgjöld til sjóðsins á árinu 2009 voru 10,8 milljarðar króna og lækkuðu um 4,5% frá fyrra ári. Lífeyrisgreiðslur námu 7,9 milljörðum króna og hækkuðu um 18,2%.
  • Eignir sjóðsins skiptust þannig í lok árs 2009 að 58% voru í innlendum skuldabréfum, 2% í innlendum hlutabréfum, 7% í innlánum og 33% í erlendum verðbréfum.
  • Alls greiddu 39.672 einstaklingar iðgjöld til Gildis árið 2009.
  • Alls eiga 177.791 einstaklingar réttindi hjá sjóðnum.






Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×