Erlent

FBI í sérkennilegri deilu við Wikipedia

Bandaríska alríkislögreglan FBI er nú lent í sérkennilegri deilu við Wikipedia frjálsa alfræðiorðaritið á netinu.

FBI hefur sent stjórnendum Wikipedia bréf þar sem þess er krafist að einkennismerki eða innsigli FBI verði fjarlægt af vefsíðu Wikipedia.

Talsmaður FBI segir að það sé ólöglegt að nota þetta innsigli nema með leyfi forstjóra FBI og að slíkt leyfi hafi ekki verið gefið.

Wikipedia lætur sér þessa kröfu í léttu rúmi liggja og talsmaður þess segir að vefsíðan sé tilbúin til að ræða kröfu FBI í réttarsal ef málið fari svo langt.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×