Innlent

Morðið í Keflavík: Rannsókn enn í fullum gangi

Boði Logason skrifar
Reykjanesbær
Reykjanesbær Mynd/GVA

„Rannsókninni hefur miðað ágætlega, þetta er nú eitthvað að skýrast allt saman," segir Jóhannes Jensson, yfirmaður rannsóknardeildar lögreglunnar á Suðurnesjum. Ellert Sævarsson, 31 árs gamall karlmaður hefur setið í gæsluvarðhaldi hjá lögreglunni grunaður um að hafa orðið karlmanni á sextugsaldri að bana 8. maí síðastliðinn. Enn er verið að yfirheyra hann.

Jóhannes segist ekki geta gefið upp hvort að Ellert hafi játað verknaðinn en hann er í gæsluvarðhaldi til 14. júní næstkomandi. Hann á ekki von á því að rannsókninni verði lokið fyrir þann tíma því enn er verið að bíða eftir niðurstöðum úr hliðarrannsóknum.

Jóhannes segir rannsóknina vera umfangsmikla og nokkuð stóra. Hann segir að alltaf sé reynt að vanda vel til verka í svona stórum málum. „Þetta tekur alltaf bæði mikinn tíma og mikla fyrirhöfn að ganga frá svona máli," segir Jóhannes.

Ellert er einn grunaður í málinu.










Tengdar fréttir

Morð í Reykjanesbæ: Yfirheyrslur hafnar - málið á viðkvæmu stigi

Yfirheyrslur eru hafnar yfir Ellerti Sævarssyni, 31 árs gömlum manni sem er grunaður um að hafa orðið karlmanni á sextugsaldri að bana aðfaranótt laugardags. Lögreglan á Suðurnesjum verst allra frétta af málinu og hefur ekki gefið upp hvort Ellert hafi játað verknaðinn.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×